Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 17. júlí 2024 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Reus fer til LA Galaxy
Mynd: EPA
Þýski leikmaðurinn Marco Reus er á leið til Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en þetta segir Fabrizio Romano.

Reus er 35 ára gamall sóknartengiliður sem hefur verið án félags síðan um mánaðamótin.

Eftir magnaðan feril með Borussia Dortmund ákvað hann að leita út fyrir landsteinanna, en fjölmiðlar greindu frá því að hann ætlaði sér til Bandaríkjanna.

Samkvæmt Romano er Reus að ganga frá viðræðum við LA Galaxy og vonast félagið til að tilkynna um komu hans á næstu dögum.

Al-Nassr og St. Louis höfðu einnig áhuga á Reus sem valdi það frekar að fara til Galaxy.

Galaxy er vinsæll áfangastaður hjá stórum stjörnum úr Evrópuboltanum. David Beckham fór þangað árið 2007 og þá spiluðu þeir Steven Gerrard, Robbie Keane og Zlatan Ibrahimovic einnig fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner