Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 17. júlí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Mar spáir í 16-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins
Sverrir Mar hér með frænda sínum, Andra Júlíussyni.
Sverrir Mar hér með frænda sínum, Andra Júlíussyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Mikaels í KFA spila við Ými í fyrsta leik dagsins.
Lærisveinar Mikaels í KFA spila við Ými í fyrsta leik dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jó er málmakall.
Bjarni Jó er málmakall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag verða 16-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins leikin í heild sinni. Leikið verður um allt land og mikil eftirvænting í loftinu. Leikjadagskráin hefst með leik KFA og Ýmis klukkan 15 en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, einn besti dómari landsins, dæmir þann leik.

Víðismenn urðu fyrstu sigurvegarar þessarar nýju keppni á síðasta ári en þeir féllu út gegn Haukum í 32-liða úrslitum og því ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn.

Ástríðukóngurinn Sverrir Mar Smárason spáir í leikina sem eru framundan en hann gerði sér lítið fyrir og var með 14 af 16 réttum í 32-liða úrslitunum. Hvað ætli hann verði með marga rétta núna?

KFA 3 - 0 Ýmir (15:00)
Þetta verður þægilegur heimasigur hjá Mæk. Hann hvílir eitthvað en þetta verður ekki vesen. Ýmir á góðri leið upp úr fjórðu en bilið of stórt.

Kári 3 - 2 Magni (18:00)
Hörku leikur. Liðin gerðu 1-1 jafntefli fyrir tveimur vikum síðan í Höllinni. Guðmundur Óli mætir í einhverjum hefndarhug og fær rautt eins og hann gerði þá. Kolbeinn Tumi kemur inn og klárar leikinn fyrir Kára með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum.

Tindastóll 2 - 2 KH (18:00)
Svipuð lið gæðalega séð. Eins og áður skorar Ingó sig amk 1 beint úr föstu leikatriði. Ef Hólmar Daði spilar þá verður hann rekinn útaf en það kemur ekki að sök. Konni klárar þetta í framlengingu fyrir Tindastól.

Haukar 4 - 3 Völsungur (18:00)
Þetta verður einhver stemningsþvæla á Ásvöllum. Fullt af mörkum og Haukarnir áfram á 90mín. Vonandi fer þetta svo að skána allt hjá Haukum eftir þennan sigur.

KF 1 - 0 Augnablik (18:00)
Frændur mínir í KF fara Southgate leiðina áfram úr þessum leik. Völlurinn er skömm og það er engin leið að spila fallega. Augnablik 75% með boltann og 38 skot en Kf treður inn sigurmarki á 78min.

Árbær 1 - 3 Víkingur Ó. (19:15)
Spáði Árbæ tapi síðast líka en þeir komu á óvart með sigri þar. Nú hinsvegar held ég að verkefnið verði einfaldlega og stórt. Víkingur með sterkt lið og fengu hvíld í 32-liða. Gabríel Þór gerir tvö fyrir Ólsara.

Vængir Júpiters 3 - 3 KFK (19:15)
Annar þvælu leikur. Vængir komast í 2-0 en Stómar fer með KFK í 2-3 einn síns liðs. Vængir jafna undir lokin og fara með sjálfstraustið inn í vító.

Selfoss 3 - 1 KFG (19:15)
Bjarni Jó er málmakall, hann elskar málm. Stillir upp góðu liði og vinnu bara KFG heima. Gonzi er heitur og gerir þrennu, það fer svo ekki framhjá okkur sem followum hann á insta.
Leiðin á Laugardalsvöll - Baddi um Árbæ og markamaskína í spjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner