Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 17. ágúst 2019 14:08
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Arsenal og Burnley: Ceballos maður leiksins
Arsenal lagði Burnley að velli í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang skoruðu mörk heimamanna eftir stoðsendingar frá Dani Ceballos sem átti mjög góðan leik á miðjunni og var valinn maður leiksins.

Þeir þrír voru þeir einu sem sköruðu framúr í liði Arsenal í einkunnagjöf Sky Sports og fengu 7.

Í liði Burnley fengu tveir leikmenn 7 í einkunn. Nick Pope stóð sig vel á milli stanganna á meðan Ashley Barnes var hættulegur í sóknarleiknum og skoraði eina mark liðsins.

Jóhann Berg Guðmundsson þótti ekki spila sérlega vel og var skipt útaf á 72. mínútu. Hann skoraði í 3-0 sigri gegn Southampton í fyrstu umferð.

Arsenal: Leno (6), Maitland-Niles (6), Luiz (6), Sokratis (6), Monreal (6), Guendouzi (6), Nelson (6), Willock (6), Ceballos (7), Lacazette (7), Aubameyang (7)
Varamenn: Pepe (6), Kolasinac (5), Torreira (5)

Burnley: Pope (7), Lowton (6), Tarkowski (6), Mee (6), Pieters (5), Cork (5), Westwood (5), Gudmundsson (5), McNeil (6), Wood (6), Barnes (7)
Varamenn: Rodriguez (5), Lennon (5)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner