Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   lau 17. ágúst 2019 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sane vildi ekki nota skurðlækni Man City
Þýski kantmaðurinn Leroy Sane hefur verið orðaður við FC Bayern í sumar en verðmiðinn á honum talinn vera of hár fyrir Þýskalandsmeistarana.

Englandsmeistarar Manchester City eru taldir vilja rúmlega 130 milljónir punda fyrir Sane og eru launakröfur hans nokkuð háar.

Sane er talinn hafa áhuga á að skipta yfir og hefur val hans á skurðlækni vakið athygli.

Sane þarf að gangast undir aðgerð á hné um helgina og var honum boðið að fara til Ramon Cugat, sem framkvæmir skurðaðgerðir á leikmönnum Man City. Sane hafnaði því boði og valdi frekar að fara til Christian Fink í Austurríkis.

Fink starfar með þýska landsliðinu og hefur framkvæmt aðgerðir á leikmönnum FC Bayern á undanförnum árum. Hann framkvæmdi meðal annars aðgerð á Lucas Hernandez í sumar, sem er nýkominn til Bayern.

Josep Guardiola sagðist ekki vita hvers vegna Sane valdi Fink framyfir Cugat en telur það ekki skipta neinu máli svo lengi sem aðgerðin heppnist.
Athugasemdir