Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 17. september 2021 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals í kjölfar fréttamannafundar hjá Víkingi í dag. Víkingur tilkynnti um komu Arnórs Borg Guðjohnsen til félagsins og þá verður Kári Árnason yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

„Mér líst mjög vel á þetta. Í fyrsta lagi varðandi Kára að hann skuli vera áfram innan félagsins og taka slaginn með okkur áfram. Það er mikil reynsla þarna, mikill karakter og mikill Víkingur. Kári mun klárlega hjálpa okkur," sagði Arnar.

„Arnór Borg er leikmaður sem við höfum haft augastað á lengi. Mér finnst hann bæði frábær leikmaður og hann á líka mikla bætingu inni. Það er okkar og hans að ná því besta út úr honum. Ég held að hann geti orðið hinn fullkomni leikmaður, teknískur, fjótur og sterkur. Við þurfum einhvern veginn að ná mörkum og stoðsendingum úr honum og þá verður hann flottur."

„Hann er hugrakkur á boltann, þorir að gera mistök og fer ekki í felur, það er alveg gulls ígildi í þessum heimi."


Arnar hefur ekki áhyggjur af tölfræði Arnórs en mikið hefur verið talað um leikmanninn en sem sóknarmaður hefur hann ekki skorað mikið af mörkum frá komu sinni til Íslands.

Arnar var spurður út í baráttuna við FH og Breiðablik sem einnig höfðu áhuga á Arnóri. „Þegar svona bitar koma á markaðinn þá eru öll bestu liðin á eftir honum, það er engin spurning. Ég er hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita. Það er mikil viðurkenning fyrir okkar starf að hann skuli treysta okkur fyrir sinni framþróun sem leikmaður."

„Hann lítur bara út eins og íþróttamaður og þar af leiðandi lítur hann út eins og Víkingur."

Er hann með þessa Guðjohnsen hæfileika? „Já, klárlega. Hann er með fótboltagenin og hefur svolítið verið undir radarnum af því hann var kannski ekki beint þessi barnastjarna sem allir í ættinni hafa verið. Stundum er það eiginlega betra," sagði Arnar.

Arnar ræðir meira um nýja starf Kára og svo leikinn gegn KR á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner