Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   fös 17. september 2021 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals í kjölfar fréttamannafundar hjá Víkingi í dag. Víkingur tilkynnti um komu Arnórs Borg Guðjohnsen til félagsins og þá verður Kári Árnason yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

„Mér líst mjög vel á þetta. Í fyrsta lagi varðandi Kára að hann skuli vera áfram innan félagsins og taka slaginn með okkur áfram. Það er mikil reynsla þarna, mikill karakter og mikill Víkingur. Kári mun klárlega hjálpa okkur," sagði Arnar.

„Arnór Borg er leikmaður sem við höfum haft augastað á lengi. Mér finnst hann bæði frábær leikmaður og hann á líka mikla bætingu inni. Það er okkar og hans að ná því besta út úr honum. Ég held að hann geti orðið hinn fullkomni leikmaður, teknískur, fjótur og sterkur. Við þurfum einhvern veginn að ná mörkum og stoðsendingum úr honum og þá verður hann flottur."

„Hann er hugrakkur á boltann, þorir að gera mistök og fer ekki í felur, það er alveg gulls ígildi í þessum heimi."


Arnar hefur ekki áhyggjur af tölfræði Arnórs en mikið hefur verið talað um leikmanninn en sem sóknarmaður hefur hann ekki skorað mikið af mörkum frá komu sinni til Íslands.

Arnar var spurður út í baráttuna við FH og Breiðablik sem einnig höfðu áhuga á Arnóri. „Þegar svona bitar koma á markaðinn þá eru öll bestu liðin á eftir honum, það er engin spurning. Ég er hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita. Það er mikil viðurkenning fyrir okkar starf að hann skuli treysta okkur fyrir sinni framþróun sem leikmaður."

„Hann lítur bara út eins og íþróttamaður og þar af leiðandi lítur hann út eins og Víkingur."

Er hann með þessa Guðjohnsen hæfileika? „Já, klárlega. Hann er með fótboltagenin og hefur svolítið verið undir radarnum af því hann var kannski ekki beint þessi barnastjarna sem allir í ættinni hafa verið. Stundum er það eiginlega betra," sagði Arnar.

Arnar ræðir meira um nýja starf Kára og svo leikinn gegn KR á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner