Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 17. september 2021 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals í kjölfar fréttamannafundar hjá Víkingi í dag. Víkingur tilkynnti um komu Arnórs Borg Guðjohnsen til félagsins og þá verður Kári Árnason yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

„Mér líst mjög vel á þetta. Í fyrsta lagi varðandi Kára að hann skuli vera áfram innan félagsins og taka slaginn með okkur áfram. Það er mikil reynsla þarna, mikill karakter og mikill Víkingur. Kári mun klárlega hjálpa okkur," sagði Arnar.

„Arnór Borg er leikmaður sem við höfum haft augastað á lengi. Mér finnst hann bæði frábær leikmaður og hann á líka mikla bætingu inni. Það er okkar og hans að ná því besta út úr honum. Ég held að hann geti orðið hinn fullkomni leikmaður, teknískur, fjótur og sterkur. Við þurfum einhvern veginn að ná mörkum og stoðsendingum úr honum og þá verður hann flottur."

„Hann er hugrakkur á boltann, þorir að gera mistök og fer ekki í felur, það er alveg gulls ígildi í þessum heimi."


Arnar hefur ekki áhyggjur af tölfræði Arnórs en mikið hefur verið talað um leikmanninn en sem sóknarmaður hefur hann ekki skorað mikið af mörkum frá komu sinni til Íslands.

Arnar var spurður út í baráttuna við FH og Breiðablik sem einnig höfðu áhuga á Arnóri. „Þegar svona bitar koma á markaðinn þá eru öll bestu liðin á eftir honum, það er engin spurning. Ég er hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita. Það er mikil viðurkenning fyrir okkar starf að hann skuli treysta okkur fyrir sinni framþróun sem leikmaður."

„Hann lítur bara út eins og íþróttamaður og þar af leiðandi lítur hann út eins og Víkingur."

Er hann með þessa Guðjohnsen hæfileika? „Já, klárlega. Hann er með fótboltagenin og hefur svolítið verið undir radarnum af því hann var kannski ekki beint þessi barnastjarna sem allir í ættinni hafa verið. Stundum er það eiginlega betra," sagði Arnar.

Arnar ræðir meira um nýja starf Kára og svo leikinn gegn KR á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner