Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 17. september 2021 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals í kjölfar fréttamannafundar hjá Víkingi í dag. Víkingur tilkynnti um komu Arnórs Borg Guðjohnsen til félagsins og þá verður Kári Árnason yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

„Mér líst mjög vel á þetta. Í fyrsta lagi varðandi Kára að hann skuli vera áfram innan félagsins og taka slaginn með okkur áfram. Það er mikil reynsla þarna, mikill karakter og mikill Víkingur. Kári mun klárlega hjálpa okkur," sagði Arnar.

„Arnór Borg er leikmaður sem við höfum haft augastað á lengi. Mér finnst hann bæði frábær leikmaður og hann á líka mikla bætingu inni. Það er okkar og hans að ná því besta út úr honum. Ég held að hann geti orðið hinn fullkomni leikmaður, teknískur, fjótur og sterkur. Við þurfum einhvern veginn að ná mörkum og stoðsendingum úr honum og þá verður hann flottur."

„Hann er hugrakkur á boltann, þorir að gera mistök og fer ekki í felur, það er alveg gulls ígildi í þessum heimi."


Arnar hefur ekki áhyggjur af tölfræði Arnórs en mikið hefur verið talað um leikmanninn en sem sóknarmaður hefur hann ekki skorað mikið af mörkum frá komu sinni til Íslands.

Arnar var spurður út í baráttuna við FH og Breiðablik sem einnig höfðu áhuga á Arnóri. „Þegar svona bitar koma á markaðinn þá eru öll bestu liðin á eftir honum, það er engin spurning. Ég er hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita. Það er mikil viðurkenning fyrir okkar starf að hann skuli treysta okkur fyrir sinni framþróun sem leikmaður."

„Hann lítur bara út eins og íþróttamaður og þar af leiðandi lítur hann út eins og Víkingur."

Er hann með þessa Guðjohnsen hæfileika? „Já, klárlega. Hann er með fótboltagenin og hefur svolítið verið undir radarnum af því hann var kannski ekki beint þessi barnastjarna sem allir í ættinni hafa verið. Stundum er það eiginlega betra," sagði Arnar.

Arnar ræðir meira um nýja starf Kára og svo leikinn gegn KR á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner