Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   lau 17. september 2022 16:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Sindri Þór: Ég hef aldrei spilað fótboltaleik sem endar 8-4
Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur
Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í stórkostlegum fótboltaleik sem bauð upp á fullt af mörkum. 

Möguleikinn á 6.sæti deildarinnar og um leið síðasta sætið fyrir topp 6 úrslitakeppnina var fyrir hendi en til þess þurftu liðin að treysta á að Stjarnan myndi ekki sigra sinn leik en Stjörnumenn sigruðu FH svo Keflvíkingar enduðu í 7.sæti deildarinnar og náðu ekki inn í efri hlutan. 


Lestu um leikinn: Fram 4 -  8 Keflavík

„Þetta var stórfurðulegt. Það var bara skorað úr hverju einasta færi liggur við og rosalega fram og tilbaka leikur en á endanum tökum við þetta 8-4 sem er frábært." Sagði Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Ég hef aldrei spilað fótboltaleik sem endar 8-4 eða er svona fram og tilbaka en nú hef ég gert það."

Fyrir umferðina hafði leikurinn möguleikann á því að vera hreinn úrslitaleikur um sæti í topp 6 og nálguðust liðin leikinn á þann veg.

„Við vissum allir að þetta væri úrslitaleikur ef að við vinnum og Stjarnan hefði tapað þá hefðum við verið í topp 6 en við þurftum bara fyrst og fremst að vinna og lögðum það þannig upp að við ætluðum að keyra á þá. Við vissum að þeir væru góðir sóknarlega en aðeins slakari varnarlega og það gekk upp." 

Nánar er rætt við Sindra Þór Guðmundsson leikmann Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner