Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 17. september 2022 16:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Sindri Þór: Ég hef aldrei spilað fótboltaleik sem endar 8-4
Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur
Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í stórkostlegum fótboltaleik sem bauð upp á fullt af mörkum. 

Möguleikinn á 6.sæti deildarinnar og um leið síðasta sætið fyrir topp 6 úrslitakeppnina var fyrir hendi en til þess þurftu liðin að treysta á að Stjarnan myndi ekki sigra sinn leik en Stjörnumenn sigruðu FH svo Keflvíkingar enduðu í 7.sæti deildarinnar og náðu ekki inn í efri hlutan. 


Lestu um leikinn: Fram 4 -  8 Keflavík

„Þetta var stórfurðulegt. Það var bara skorað úr hverju einasta færi liggur við og rosalega fram og tilbaka leikur en á endanum tökum við þetta 8-4 sem er frábært." Sagði Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Ég hef aldrei spilað fótboltaleik sem endar 8-4 eða er svona fram og tilbaka en nú hef ég gert það."

Fyrir umferðina hafði leikurinn möguleikann á því að vera hreinn úrslitaleikur um sæti í topp 6 og nálguðust liðin leikinn á þann veg.

„Við vissum allir að þetta væri úrslitaleikur ef að við vinnum og Stjarnan hefði tapað þá hefðum við verið í topp 6 en við þurftum bara fyrst og fremst að vinna og lögðum það þannig upp að við ætluðum að keyra á þá. Við vissum að þeir væru góðir sóknarlega en aðeins slakari varnarlega og það gekk upp." 

Nánar er rætt við Sindra Þór Guðmundsson leikmann Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner