Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 17. september 2022 16:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Sindri Þór: Ég hef aldrei spilað fótboltaleik sem endar 8-4
Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur
Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í stórkostlegum fótboltaleik sem bauð upp á fullt af mörkum. 

Möguleikinn á 6.sæti deildarinnar og um leið síðasta sætið fyrir topp 6 úrslitakeppnina var fyrir hendi en til þess þurftu liðin að treysta á að Stjarnan myndi ekki sigra sinn leik en Stjörnumenn sigruðu FH svo Keflvíkingar enduðu í 7.sæti deildarinnar og náðu ekki inn í efri hlutan. 


Lestu um leikinn: Fram 4 -  8 Keflavík

„Þetta var stórfurðulegt. Það var bara skorað úr hverju einasta færi liggur við og rosalega fram og tilbaka leikur en á endanum tökum við þetta 8-4 sem er frábært." Sagði Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Ég hef aldrei spilað fótboltaleik sem endar 8-4 eða er svona fram og tilbaka en nú hef ég gert það."

Fyrir umferðina hafði leikurinn möguleikann á því að vera hreinn úrslitaleikur um sæti í topp 6 og nálguðust liðin leikinn á þann veg.

„Við vissum allir að þetta væri úrslitaleikur ef að við vinnum og Stjarnan hefði tapað þá hefðum við verið í topp 6 en við þurftum bara fyrst og fremst að vinna og lögðum það þannig upp að við ætluðum að keyra á þá. Við vissum að þeir væru góðir sóknarlega en aðeins slakari varnarlega og það gekk upp." 

Nánar er rætt við Sindra Þór Guðmundsson leikmann Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner