Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 17. september 2023 14:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sirigu að skrifa undir hjá Nice
Mynd: Getty Images

Nice hefur verið í markvarðarleit síðan félagið rifti samningnum við Kasper Schmeichel á lokadegi félagaskiptagluggans.


Félagið vildi fá Hugo Lloris frá Tottenham undir lok félagaskiptagluggans en það gekk ekki upp.

Ítalski markvörðurinn Salvatore Sirigu hefur æft með liðinu undanfarið oog mun hann skrifa undir eins árs samning við félagið.

Sirigu er 36 ára gamall fyrrum markvörður PSG en hann lék 190 leiki fyrir franska stórliðið. Hann lék einnig yfir 150 leiki fyrir Torino en eftir það hefur hann verið á mála Genoa, Napoli og Fiorentina.


Athugasemdir
banner
banner
banner