Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   þri 17. nóvember 2020 13:19
Elvar Geir Magnússon
Vonir bundnar við að Robertson og Henderson verði með Liverpool um helgina
Hjá Liverpool eru vonir bundnar við að Andy Robertson og Jordan Henderson verði með á sunnudaginn þegar leikið verður gegn Leicester.

Robertson er tæpur aftan í læri eftir að hafa hjálpað Skotlandi að tryggja sér sæti á EM.

Henderson var tekinn af velli í hálfleik í tapi Englands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og tekur ekki þátt í leiknum gegn Íslandi á morgun.

En það eru góðar fréttir fyrir Liverpool að þeir verði líklega með um helgina.

Miðverðirnir Virgil van Dijk og Joe Gomez verða mögulega frá út tímabilið og þá er Trent Alexander-Arnold meiddur á kálfa

Fabinho getur leyst af í hjarta varnarinnar og verið við hlikið Joel Matip sem hefur æft með hefðbundnum hætti undanfarna viku eftir að hafa jafnað sig á ökklameiðslum. Þá er ekki langt í að Thiago verði aftur klár í slaginn.

Liverpool verður án Mohamed Salah um helgina en hann er í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner