Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Landsliðsþjálfari Nígeríu sakar Austur-Kongó um vúdú
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nígería lék mikilvægan úrslitaleik við Austur-Kongó í gær sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Austur-Kongó var sterkara liðið í leiknum en tókst ekki að sigra í venjulegum leiktíma eða framlengingu, svo gripið var til vítaspyrna.

Þar tók Éric Chelle landsliðsþjálfari Nígeríu eftir furðulegri hegðun eins starfsmanns hjá Kongó. Chelle virtist órólegur útaf hegðuninni og kvartaði hann til fjórða dómara. Eftir leik var Chelle spurður út í atvikið.

„Á meðan vítaspyrnukeppnin var í gangi þá var einn í þjálfarateymi Kongó að gera vúdú. Hann gerði það fyrir hverja einustu vítaspyrnu hjá okkur. Þetta er ástæðan fyrir því að ég var svolítið stressaður þarna," sagði Chelle við fréttamenn eftir lokaflautið.

Chelle sýndi svo fréttamönnum handahreyfingarnar hjá fyrrnefndum starfsmanni Austur-Kongó og taldi hann hafa verið að framkvæma vúdú með vatni eða einhverjum álíka vökva.

Austur-Kongó tryggði sér farmiða í umspilskeppni á milli heimsálfa fyrir HM 2026. Þar getur sterkt lið Kongó mætt þjóðum á borð við Bólivíu og Írak eða Sameinuðu arabísku furstadæmunum í mikilvægum umspilsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner