Enskir fjölmiðlar hafa slúðrað um áhuga Tottenham á enska framherjanum Ivan Toney sem leikur fyrir Al-Ahli í Sádi-Arabíu.
Toney er 29 ára gamall og þiggur ofurlaun í arabíska boltanum. Hann er með 11 mörk og 2 stoðsendingar í 15 leikjum það sem af er tímabils.
Toney hefur verið hjá Al-Ahli í rúmt ár eftir að félagið keypti hann úr röðum Brentford fyrir um 40 milljónir punda í fyrrasumar. Rui Pedro Braz stjórnandi hjá Al-Ahli segir að framherjinn verði ekki seldur í janúar.
„Ivan Toney er topp framherji og orðrómar um möguleg félagaskipti í janúar eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er ósatt, við treystum á hann allt tímabilið. Það er skrýtið að vera að tala um þetta í nóvember," segir Pedro.
Á tíma sínum hjá Brentford var Toney afar eftirsóttur af ýmsum úrvalsdeildarfélögum en eigendurnir neituðu að selja hann ódýrt.
Toney er með rúmlega tvö og hálft ár eftir af samningi hjá Al-Ahli.
07.11.2025 08:30
Munu Toney og Frank sameinast á ný?
Athugasemdir




