Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
banner
   fös 14. nóvember 2025 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Raphinha: Fimmta sætið er bensín á eldinn
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Raphinha átti frábært síðasta tímabil með Barcelona þar sem hann raðaði inn mörkum og stoðsendingum er Börsungar unnu spænsku deildina.

Hann endaði í fimmta sæti í kjörinu um Ballon d'Or verðlaunin fyrr í haust og vonast til að hampa verðlaununum í framtíðinni.

„Ég held að ég muni fá tækifæri til að vinna Ballon d'Or í framtíðinni. Ég hef nægan tíma eftir af ferlinum. Fyrir mér er þetta fimmta sæti bara bensín á eldinn, ég hef enn meiri metnað til að gera betur. Ég veit hvað í mér býr," sagði Raphinha, sem er að glíma við meiðsli, við GQ

Raphinha er 28 ára gamall. Hann skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í sex fyrstu leikjum La Liga tímabilsins áður en hann meiddist í september.

„Ballon d'Or eru einstaklingsverðlaun en fótbolti er liðsíþrótt. Þegar ég horfi á allt sem ég hef afrekað með Barca og Brasilíu átta ég mig á því hvað ég hef mikið til að vera þakklátur fyrir frekar en að vera vonsvikinn. Ég er mjög þakklátur."
Athugasemdir
banner