Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 12:27
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn hita upp á Królewski
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, er mætt til Póllands fyrir gífurlega mikilvægan úrslitaleik gegn Úkraínu í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM.

Lestu um leikinn: Úkraína 0 -  0 Ísland

Landsliðin eru jöfn á stigum í baráttunni um annað sæti riðilsins en Ísland er með betri markatölu. Strákunum okkar nægir því jafntefli gegn Úkraínu í dag þrátt fyrir tap í innbyrðisviðureigninni á heimavelli.

Tólfan boðar til fyrirpartýs á veitingastaðnum Królewski þar sem íslenskir stuðningsmenn geta safnast saman og hitað vel upp fyrir upphafsflautið.

Íslensku stuðningsmennirnir verða á Królewski frá 14:00 að pólskum tíma til 16:00 áður en þeir leggja af stað á völlinn. Leikurinn hefst svo klukkan 18:00.


Athugasemdir
banner
banner