Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 15. nóvember 2025 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Konate gæti skýrst á næstunni - „Þeir eru að ræða við Liverpool“
Mynd: EPA
Franski varnarmaðurinn Ibrahima Konate mun tilkynna ákvörðun um framtíð sína á næstunni en þetta sagði hann í viðtali við franska miðla á dögunum.

Samningur Konate við Liverpool rennur út eftir þetta tímabil en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning í fleiri mánuði.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid á Spáni sem vonast til að sækja annan leikmann frá félaginu á frjálsri sölu, en í sumar sótti það Trent Alexander-Arnold við litla hrifningu stuðningsmanna enska félagsins.

Frakkinn útilokar ekki neitt en hann segir umboðsmenn sína í viðræðum við Liverpool. Hann vonast hins vegar til þess að geta tilkynnt um ákvörðun sína á næstunni.

„Ég hef séð margt í fjölmiðlum um framtíð mína. Ég sá að Liverpool hafi boðið mér nýjan samning á dögunum, en ég veit ekki hvaðan það kemur. Umboðsmenn mínir eru enn í viðræðum við Liverpool og vonandi mun ég bráðlega geta tilkynnt ákvörðun mína,“ sagði Konate.
Athugasemdir
banner
banner