Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   mán 17. nóvember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Calafiori nær slagnum gegn Tottenham
Mynd: EPA
Útlit er fyrir að ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori muni ná mikilvægum nágrannaslag Arsenal gegn Tottenham um næstu helgi.

Calafiori var sendur heim úr landsleikjahlénu vegna ofþreytu þar sem Gennaro Ivan Gattuso landsliðsþjálfari Ítalíu vildi ekki taka áhættu með leikmenn liðsins í þýðingarlitlum lokaleikjum í undankeppni HM.

Topplið Arsenal tekur á móti Tottenham á sunnudaginn og eru átta stig sem skilja á milli liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal er með 26 stig eftir 11 umferðir og Tottenham 18 stig.

Calafiori hefur verið lykilmaður í liði Arsenal á upphafi tímabils þar sem honum tókst að hrifsa byrjunarliðssætið af Myles Lewis-Skelly.

Arsenal á svo leiki við FC Bayern og Chelsea framundan eftir grannaslaginn gegn Spurs. Calafiori gæti reynst mikilvægur í þessum leikjum.

   16.11.2025 10:30
Calafiori og Tonali sendir heim

Athugasemdir
banner