Sunnudagsslúðrið frá því í gær birtist í dag, mánudag, og mun slúðurpakki dagsins í dag fylgja skömmu síðar. BBC tók helsta slúðrið saman og er það birt í boði Powerade.
Manchester United ætlar að kaupa Elliot Anderson, 23 ára miðjumann Nottingham Forest og enska landsliðsins, í janúarglugganum. (Mirror)
Arsenal er að sýna Karl Etta Eyong, 22 ára framherja Levante og Kamerún, mikinn áhuga. (Sport)
Ivan Toney, 29, mun ekki yfirgefa Al-Ahli í janúarglugganum. Þetta segir yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. (Goal)
Robert Lewandowski, 37, rennur út á samningi við Barcelona næsta sumar. Hann ætlar að taka ákvörðun um framtíðina sína á næstu vikum. (Footmercato)
Tottenham vill fá japanska landsliðsmanninn Takefusa Kubo, 24, úr röðum Real Sociedad í janúar. (Football Insider)
Tottenham er einnig að fylgjast náið með franska sóknartengiliðnum Maghnes Akliouche, 23 ára leikmanni Mónakó. (TeamTalk)
Wolves er búið að gera tilboð í Christos Mandas, 24 ára markvörð Lazio. Úlfarnir vilja fá hann til sín á lánssamningi, en Mandas er varamarkvörður fyrir Ivan Provedel sem er að eiga gott tímabil. (Il Messaggero)
Spænski vængbakvörðurinn Daniel Munoz segist dreyma um að spila fyrir Manchester United. Munoz er 29 ára gamall og sinnir mikilvægu hlutverki í sterku liði Crystal Palace. (AS)
Pep Guardiola er ósáttur með hversu lítinn spiltíma Claudio Ehceverri, sem er lánsmaður frá Manchester City, er að fá á dvöl sinni hjá Bayer Leverkusen. (Bild)
West Ham er tilbúið til að selja þýska framherjann Niclas Füllkrug, 31, í janúarglugganum. (Football Insider)
Chelsea er búið að ná samkomulagi við Independiente del Valle um kaup á miðverðinum Deinner Ordonez, sem er aðeins 16 ára gamall. Félagaskiptin munu fara fram þegar hann hefur náð 18 ára aldri. (Fabrizio Romano)
FC Bayern og Borussia Dortmund eru í kappi um að ganga frá kaupum á Nathan de Cat, 17 ára belgískum miðjumanni sem leikur fyrir Anderlecht. (Sky Sports)
Athugasemdir




