Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   mán 17. nóvember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Annað stig Liverpool kom gegn meisturunum
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það fóru fimm leikir fram í ensku Ofurdeildinni í gær þar sem ríkjandi Englandsmeistarar Chelsea gerðu óvænt jafntefli gegn botnliði Liverpool.

Liverpool var aðeins með eitt stig fyrir heimaleik gærdagsins en átti svo flotta frammistöðu.

Alyssa Thompson tók forystuna fyrir Chelsea snemma leiks en leikurinn var jafn og gerði Beata Olsson jöfnunarmark fyrir leikhlé. Meira var ekki skorað í tíðindalitlum slag sem einkenndist af mikilli baráttu, svo lokatölur urðu 1-1.

Chelsea er áfram í öðru sæti, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Liverpool er á botninum með tvö stig.

Arsenal fékk dauðafæri til að brúa bilið á milli sín og toppliðanna þegar nágrannaslaginn gegn Tottenham bar að garði.

Arsenal var mun sterkara liðið en klúðraði mikið af góðum færum. Lize Kop átti góðan leik á milli stanga Spurs. Arsenal og Tottenham eru jöfn á stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. Átta stigum á eftir toppliði Man City.

London City Lionesses, Brighton og West Ham unnu einnig sína leiki í gær. Brighton lagði Leicester City að velli í leik þar sem Hlín Eiríksdóttir fékk að spila nokkrar mínútur.

Liverpool 1 - 1 Chelsea

Tottenham 0 - 0 Arsenal

Aston Villa 1 - 3 London City Lionesses

Brighton 4 - 1 Leicester

West Ham 3 - 1 Everton

Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Manchester City W 9 8 0 1 23 9 +14 24
2 Chelsea W 8 6 2 0 15 4 +11 20
3 Man Utd W 9 5 2 2 19 9 +10 17
4 Arsenal W 8 4 3 1 18 8 +10 15
5 Tottenham W 8 5 0 3 11 12 -1 15
6 London City Lionesses W 8 4 0 4 11 18 -7 12
7 Aston Villa W 7 2 4 1 8 7 +1 10
8 Brighton W 8 2 2 4 9 9 0 8
9 Leicester City W 8 1 3 4 5 13 -8 6
10 Everton W 8 1 2 5 11 16 -5 5
11 Liverpool W 7 0 1 6 4 13 -9 1
12 West Ham W 8 0 1 7 3 19 -16 1
Athugasemdir
banner
banner