Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   lau 15. nóvember 2025 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Vigdís Lilja skoraði í sigri Anderlecht
Kvenaboltinn
Mynd: Anderlecht
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var á skotskónum í 2-0 sigri Anderlecht á Standard Liege í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Landsliðskonan er að eiga gott tímabil með Anderlecht en markið hennar var það fjórða í deildinni.

Vigdís byrjaði leikinn og kom Anderlecht yfir á 24. mínútu áður en Luna Vanzeir bætti við öðru snemma í þeim síðari.

Alls hefur Vigdís skorað sjö mörk í deild og Evrópukeppni á tímabilinu og átt fjölmargar stoðsendingar.

Anderlecht er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum frá ríkjandi meisturum Leuven.
Athugasemdir
banner