Fótbolti.net sagði frá því í október að Magnús Daði Ottesen væri á leið til þýsku meistaranna í Bayern München á reynslu. Hann var á reynslu hjá félaginu í síðustu viku, æfði með unglingaliði félagsins, og stóð sig vel.
Hann er fimmtán ára framherji sem býr yfir miklum hraða. Hann þykir mikið efni og er hluti af U16 ára landsliði Íslands. Hann er samningsbundinn Fylki og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í haust.
Hann er fimmtán ára framherji sem býr yfir miklum hraða. Hann þykir mikið efni og er hluti af U16 ára landsliði Íslands. Hann er samningsbundinn Fylki og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í haust.
Með honum í för var faðir hans, Sölvi Geir Ottesen, og fyrirliði Fylkis, Ragnar Bragi Sveinsson. Sölvi er auðvitað fyrrum landsliðs- og atvinnumaður. Hann var á þessu valinn þjálfari ársins í Bestu deild en hann er þjálfari Víkings og stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari.
Úr tilkynningu Fylkis
Maggi hefur spilað lykilhlutverk í 2. og 3. flokki Fylkis og varð í haust yngsti leikmaður í sögu félagsins til að spila keppnisleik með meistaraflokki karla.
Frábært tækifæri og hlökkum við til að fylgjast með honum í framtíðinni!
Athugasemdir



