Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 21:22
Brynjar Ingi Erluson
„Á meðan þjálfarinn vill hafa mig um borð, þá er ég um borð“
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er staðráðinn í að halda áfram að spila með landsliðinu og mun áfram gefa kost á sér á meðan þjálfarinn vill hafa hann um borð.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  0 Ísland

Guðlaugur Victor er 34 ára gamall varnarmaður sem hefur unnið sér fast sæti í landsliðinu á síðustu árum og er einn af okkar mikilvægustu mönnum í dag.

Hann hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna en getur einnig spilað í miðri vörn og sem djúpur miðjumaður.

Gott er að hafa fjölhæfa leikmenn í hópnum, en hann var spurður út í framhaldið eftir að HM draumurinn var úti.

„Á meðan þjálfarinn vill nota mig þá er ég alltaf klár að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Guðlaugur í kvöld.

Hann er að spila hvern einasta leik og er ánægður með hlutverk sitt í hópnum.

„Að sjálfsögðu. Mér finnst Arnar frábær, hann treystir mér og eigum gott samband. Hvort sem ég spila 90 mínútur eða ekki þá myndi ég alltaf vera sá sami og gefa 100 prósent af mér fyrir hann og hópinn.“

„Það er geggjað að vera partur af íslenska landsliðinu og stærsta sem þú getur gert sem fótboltamaður. Á meðan þjálfarinn vill hafa mig um borð, þá er ég um borð,“
sagði Guðlaugur Victor.

Varnarmaðurinn á 56 A-landsleiki að baki og skorað 5 mörk.
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Athugasemdir
banner
banner