Eggert Aron Guðmundsson var kallaður inn í leikmannahóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu í Varsjá annað kvöld. Arnar Gunnlaugsson segir góða stemningu í hópnum, ekki síst vegna innkomu Eggerts.
„Það eru allir heilir. Æfðu allir áðan. Stutt síðan síðasti leikur var og sumir eru lemstraðri en aðrir. Menn eru að ná áttum aftur, erfið ferðalög og tímamismunur, en núna lítur út fyrir að hópurinn sé góður. Eggert er kominn með stóra brosið sitt og allir eru glaðir," sagði Arnar á blaðamannafundi landsliðsins fyrr í dag.
Eggert var kallaður inn vegna meiðsla Mikaels Neville, en hann á að baki tvo landsleiki fyrir.
Lekur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma á morgun en jafnteflir nægir Íslandi til þess að hreppa 2. sæti riðilsins.
Athugasemdir




