Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   mán 17. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Úrslitaleikur í Þýskalandi
Mynd: EPA
Það eru sex leikir á dagskrá í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í kvöld þar sem aðeins einn leikur mun koma til með að skipta máli.

Þýskaland og Slóvakía spila úrslitaleik um toppsæti A-riðils þar sem Þjóðverjum nægir jafntefli til að tryggja efsta sætið, þrátt fyrir að hafa tapað í fyrri leiknum gegn Slóvökum. Markatala og mörk skoruð telja framyfir innbyrðisviðureignir í undankeppninni.

Þjóðirnar eiga 12 stig eftir 5 umferðir og mætast í eina leik kvöldsins sem skiptir raunverulegu máli.

Allir aðrir leikir eru upp á stoltið, nema að Póllandi takist að vinna upp þriggja stiga og þrettán marka mun á Hollandi í G-riðli.

Leikir kvöldsins
19:45 Norður Írland - Lúxemborg
19:45 Malta - Pólland
19:45 Tékkland - Gíbraltar
19:45 Þýskaland - Slóvakía
19:45 Holland - Litháen
19:45 Svartfjallaland - Króatía
Athugasemdir
banner
banner
banner