Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 13:38
Ívan Guðjón Baldursson
Markvörður Barcelona kominn aftur úr meiðslum
Mynd: EPA
Það eru gleðifréttir að berjast frá Nývangi þar sem spænski markvörðurinn Joan García er að jafna sig eftir meiðsli.

Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni verður García liðtækur strax í næsta leik Barcelona á heimavelli gegn Athletic Bilbao um næstu helgi.

García er 24 ára gamall og var keyptur til Barcelona síðasta sumar fyrir riftunarverðið í samningi sínum við nágrannaliðið Espanyol, 25 milljónir evra.

Hann byrjaði frábærlega hjá Börsungum en meiddist eftir sjö leiki og hefur Wojciech Szczesny, þriðji markvörður liðsins, varið markið í fjarveru hans. Það flækir málin að Marc-André ter Stegen hefur einnig verið að glíma við meiðsli í allt haust.

   07.10.2025 09:00
Szczesny: Joan Garcia getur orðið sá besti í heimi

Athugasemdir
banner