Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM í dag - Nokkrir farseðlar í boði
Norðmenn tryggja farseðilinn í kvöld
Norðmenn tryggja farseðilinn í kvöld
Mynd: EPA
Portúgal mun líklega klára dæmið gegn Armeníu
Portúgal mun líklega klára dæmið gegn Armeníu
Mynd: EPA
Tvær þjóðir geta komið sér beint inn á HM þegar lokaumferðin í undankeppni fer fram í kvöld.

Portúgal er í dauðafæri að komast á mótið eftir að hafa hikstað óvænt gegn Írlandi í síðasta leik. Portúgal er enn á toppnum í riðlinum með 10 stig, en sigur á Armeníu mun fleyta þeim áfram á mótið.

Ungverjaland og Írland, sem leika með Portúgal í riðli, eru að berjast um umspilssætið fræga. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Írlands.

Englendingar heimsækja Albaníu, en Thomas Tuchel er löngu búinn að koma sínum mönnum á HM. Albanía mun fara í umspilið úr K-riðli.

Norðmenn eru svo gott sem komnir á HM. Þeir eru með 21 stig, þremur meira en Ítalía og 17+ í markatölu áður en þjóðirnar mætast í kvöld. Ítalía mun fara í umspilið nema það takist að vinna Norðmenn með níu mörkum eða meira. Skrítnari hlutir hafa vissulega gerst.

Leikir dagsins:
14:00 Ungverjaland - Írland
14:00 Portúgal - Armenia
17:00 Úkraína - Ísland
17:00 Albanía - England
17:00 Serbía - Lettland
17:00 Aserbaídsjan - Frakkland
19:45 Ísrael - Moldova
19:45 Ítalía - Noregur
Athugasemdir
banner