Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   mán 17. nóvember 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Víkingur hafi reynt að fá Lúkas frá Hoffenheim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur verið í markmannsleit frá því að Pálmi Rafn Arinbjörnsson óskaði eftir því að fara í ótímabundið leyfi frá fótbolta. Pálmi greindi svo frá því í viðtali við Fótbolta.net að hann væri búinn að leggja hanskana á hilluna.

Nokkrir markmenn hafa verið orðaðir við Víking og í síðustu viku sagði Fótbolti.net frá því að Fram hefði hafnað tilboði í Viktor Frey Sigurðsson frá Íslandsmeisturunum.

Í Útvarpsþættinum Fótbolti.net sagði Tómas Þór Þórðarson svo frá því að Víkingur hefði reynt að fá Lúkas J. Blöndal Petersson í sínar raðir. Lúkas er fæddur árið 2004, er aðalmarkvörður U21 landsliðsins og sonur handboltahetjunnar Alexanders Petersson.

Tómas segir að þýska félagið Hoffenheim, félagið sem Lúkas er samningsbundinn, hafi sagt Víkingum að gleyma hugmyndinni.

„Ég er smá ánægður með það, auðvitað hefði ég viljað fá hann, en ég elska þegar menn eru í metum erlendis," sagði Tómas í þættinum.

Lúkas spilaði æfingaleiki með aðalliði Hoffenheim í sumar og ver mark varaliðs félagsins sem spilar í þriðju efstu deild Þýskalands.

Ingvar Jónsson er aðalmarkmaður Víkings og hefur verið frá komu sinni úr atvinnumennsku. Hann er 36 ára og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur í Varsjá og Heimir gegn Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner