Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   lau 15. nóvember 2025 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Svíar öruggir með umspilsleik þrátt fyrir ömurlegt gengi
Mynd: EPA
Svíþjóð er aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir af undankeppni HM en er þrátt fyrir það búin að tryggja sér sæti í umspilinu fyrir lokamótið.

Það er útaf því að þjóðin sigraði í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa fallið óvænt úr B-deildinni fyrir þremur árum.

Svíar geta því prísað sig sæla að hafa átt ömurlegu gengi að fagna í Þjóðadeildinni 2022, þeir féllu úr B-deildinni sem veitti þeim sæti í auðveldari C-deild. Svíar unnu svo C-deildina í fyrra og eru núna með öruggt sæti í umspilinu eftir jákvæðan árangur Tékklands og Þýskalands í undankeppni HM.

Jon Dahl Tomasson var rekinn úr þjálfarastól Svía eftir síðasta landsleikjahlé og er Graham Potter tekinn við. Svíþjóð heimsækir topplið Sviss í undankeppni HM í kvöld og tekur svo á móti Slóveníu í lokaumferðinni á þriðjudaginn. Sama hvernig þeir leikir enda mun Svíþjóð fara í umspil um sæti á HM.
Athugasemdir
banner