Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 16. nóvember 2025 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var besti maður Íslands í 2-0 tapinu gegn Úkraínu í hreinum úrslitaleik um umspilssæti. Ekki tókst að komast i umspilið en hann segir engu að síður mjög bjarta tíma framundan ef liðinu tekst að lagfæra nokkra hluti.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  0 Ísland

Ísland þurfti stig gegn Úkraínu til að komast í HM-umspilið og var útlitið nokkuð gott eftir 80 mínútna leik.

Úkraína skoraði eftir hornspyrnu stuttu síðar og kom annað markið í uppbótartíma.

Sverrir segir stutt á milli í þessu og að það þurfi aðeins lagfæra leikinn til þess að liðið geti tekið næsta skref.

„Gríðarleg vonbrigði. Maður áttar sig meira og meira á þessu og bara erfitt að taka þessu. Líka á þann máta sem þetta kom úr horni og eitthvað sem við eigum að koma í veg fyrir. Við eigum líka fína möguleika að komast yfir en markvörðurinn þeirra gerir vel. Þessi smáatriði féllu ekki með okkur og þeir nýttu sitt. Það er saga dagsins.“

„Við vorum ekkert að tapa því að komast á HM í dag. Við erum búnir að vera í undankeppninni og síðan tveir umspilsleikir eftir en fannst liðið vera komið á þann stað að ætla lengra og gefa þessu alvöru 'go' og vitum að þetta er ekki auðveld leið til að komast á HM. Ef þú horfir á riðilinn í heild sinni eru það þessir tveir leikir gegn Úkraínu sem fella okkur. Við áttum aldrei að tapa fyrri leiknum miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við verðum að læra af þeim og í dag var þetta 50-50 leikur og þeir höfðu allt til að sækja. Það kemur meiri orka og við að verja það sem við höfum og sama gerist þegar þeir komast yfir og þeir falla aftur. Danni fær skot inn í teig og ef það dettur inn þá snýst þetta við. Þetta eru lítil smáatriði sem þetta lið þarf til að komast á næsta stað. Ég er viss um að þetta lið muni ná langt á næstu árum.“


Frammistaða Sverris var frábær en hún skipti hann engu máli. Smáatriðin skipta hins vegar máli í leikjum sem þessum.

„Það skiptir engu máli. Það eru allir að leggja sig fram og reyna allt og ekkert hægt að setja út á það. Þetta eru bara smáatriði, ef við sköllum aðeins meira niður í hornið og skorar, eða fyrstir á boltann í horninu þeirra. Þetta er bara fótbolti, hægt að greina hann í döðlur og allt það fram eftir götunum en þetta eru augnablikin sem þarf til að taka skrefið lengra. Að vera í þessum aðstæðum í dag eru margir af þessum gaurum að vera í svona leik með landsliðinu í fyrsta sinn. Þetta er það sem við þurfum að taka með okkur. Úkraína er kannski lið sem hefur verið í þessum aðstæðum áður. Við spiluðum í leik á móti þeim fyrir tveimur árum en kannski ekki margir af þessum strákum sem voru þar, kannski Andri, Hákon og fleiri sem eru að koma inn í þetta. Ég er viss um að þetta lið eigi eftir að vaxa og núna förum við inn í þessa æfingaleiki.“

„Við erum í C-deild í Þjóðadeildinni og við eigum að vera með yfirráð þar og setja okkur í sterka stöðu þar að vera jafnvel komnir með umspilssæti fyrir undankeppnina. Fyrir EM 2028 eru mögulega tvö efstu sætin sem gefa og þá eigum við að vera 'all in' og halda áfram þessari vegferð og bæta í. Við erum með mjög gott lið en það eru bara þessi 1-2 smáatriði sem skera úr,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner