Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er með í baráttunni um Kees Smit ungstirni AZ Alkmaar í Hollandi.
19 ára gamall Smit hefur verið frábær með AZ á upphafi tímabils og eru stórveldi á borð við Real Madrid, Barcelona og FC Bayern sögð vera áhugasöm.
AZ vill fá um 25 milljónir punda fyrir leikmanninn auk árangurstengdra aukagreiðslna.
Smit er sjálfur mjög spenntur fyrir því að reyna fyrir sér í öðru landi og hlakkar til að taka stökkið upp á næsta gæðastig, en hann er samningsbundinn hollenska félaginu til sumarsins 2028.
Hann er lykilmaður á miðjunni hjá AZ sem er í þriðja sæti hollensku deildarinnar með 24 stig eftir 12 umferðir.
Smit var lykilmaður í U19 landsliði Hollendinga og hefur í heildina spilað 34 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af tvo fyrir U21 liðið.
Athugasemdir




