Spánn og Tyrkland munu mætast í hreinum úrslitaleik um sæti beint á HM.
Mikel Oyarzabal skoraði tvö og þeir Martin Zubimendi og Ferran Torres eitt þegar Spánverjar unnu Georgíu í E-riðli í kvöld og eru því áfram í efsta sæti riðilsins.
Á sama tíma unnu Tyrkir 2-0 sigur á Búlgaríu þar sem vítaspyrnumark Hakan Calhanoglu og sjálfsmark Atanas Chernev skildi liðin að.
Tyrkir eru í öðru sæti með 12 stig en þeir mæta Spánverjum um helgina. Spánn er með +14 í markatölu á Tyrki og því gott sem búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Tyrkir eru að minnsta kosti búnir að tryggja sér umspilssæti.
Wales á enn möguleika á umpilssæti eftir að hafa unnið Liechtenstein 1-0 á útivelli í J-riðli. Wales er í 3. sæti með 13 stig, eins og Norður-Makedónía fyrir lokaumferðina. Belgía er á toppnum með 15 stig og því enn allt galopið.
Marko Arnautovic skoraði bæði mörk Austurríki sem vann Kýpur 2-0 í H-riðli. Austurríki er á toppnum með 18 stig, fimm stigum meira en Bosnía sem er í öðru. Tapi Bosnía stigum gegn Rúmeníu í kvöld er ljóst að Austurríki fer beint á HM.
Ef Bosníu tekst að vinna Rúmeníu munum við fá hreinan úrslitaleik milli Austurríki og Bosníu í lokaumferðinni.
Tyrkland 2 - 0 Búlgaría
1-0 Hakan Calhanoglu ('18 , víti)
2-0 Atanas Chernev ('83 , sjálfsmark)
Kýpur 0 - 2 Austurríki
0-1 Marko Arnautovic ('18 , víti)
0-2 Marko Arnautovic ('55 )
Liechtenstein 0 - 1 Wales
0-1 Jordan James ('62 )
Georgía 0 - 4 Spánn
0-1 Mikel Oyarzabal ('11 , víti)
0-2 Martin Zubimendi ('22 )
0-3 Ferran Torres ('34 )
0-4 Mikel Oyarzabal ('63 )
Athugasemdir




