Noregur mun spila á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári eftir að hafa unnið Ítalíu, 4-1, í lokaumferðinni í riðlakeppninni í kvöld. Þetta verður fyrsta heimsmeistaramót Norðmanna síðan 1998.
Norska liðið hefur sundurspilað andstæðinga sína og vann alla leikina í riðlinum.
Sætið var svo gott sem tryggt fyrir leikinn en Ítalía hefði þurft að vinna með níu mörkum eða meira til þess að taka toppsæti riðilsins, en Norðmenn voru staðráðnir í að klára riðilinn með fullt hús stiga.
Francesco Esposito kom Ítölum í forystu snemma leiks en Antonio Nusa jafnaði metin þegar hálftími var til leiksloka.
Erling Braut Haaland skoraði tvö mörk á tveimur mínútum á síðasta stundarfjórðungi leiksins og tókst þar að skora ellefta landsleikinn í röð. Hann jafnaði þar met Abdul Ghani Minhat, fyrrum landsliðsmanns Malasíu, sem skoraði ellefu mörk frá 1961 til 1962.
Jörgen Strand Larsen skoraði fjórða og síðasta mark Norðmanna til að gulltryggja sigurinn.
Noregur er með frábært lið og breiðan hóp, og kæmi ekki á óvart ef liðið kemst langt á HM.
Ítalía fer á meðan í umspilið sem er spilað í mars á næsta ári.
Ísrael vann Moldóvu með sömu markatölu en Ísraelar höfnuðu í 3. sæti með 12 stig.
Úrslit og markaskorarar:
Ísrael 4 - 1 Moldóva
1-0 Dor Turgeman ('21 , víti)
1-1 Ion Nicolaescu ('37 )
2-1 Roy Revivo ('65 )
3-1 Eliel Peretz ('85 )
4-1 Vladyslav Baboglo ('88 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Sergiu Perciun, Moldova ('18)
Ítalía 1 - 4 Noregur
1-0 Pio Esposito ('11 )
1-1 Antonio Nusa ('63 )
1-2 Erling Haaland ('78 )
1-3 Erling Haaland ('80 )
1-4 Jorgen Strand Larsen ('90 )
Athugasemdir

