Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   lau 15. nóvember 2025 14:26
Ívan Guðjón Baldursson
Hildur og Sunneva í sigurliðum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur Antonsdóttir var í byrjunarliðinu hjá Madrid sem lagði Alhama að velli í efstu deild spænska boltans í dag.

Hildur lék fyrstu 70 mínúturnar í sigrinum. Hún lék í varnarlínunni og var staðan 0-3 fyrir Madrid þegar henni var skipt útaf. Lokatölur urðu 1-4.

Madrid er í sjötta sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 11 umferðir.

FC Kaupmannahöfn lagði þá Álaborg að velli í næstefstu deild í Danmörku. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir bar fyrirliðaband FCK í sigrinum.

Kaupmannahöfn vann 0-2 og er í öðru sæti eftir sigurinn, með 32 stig úr 13 umferðum - tveimur stigum á eftir toppliði ASA Aarhus.

Alhama 1 - 4 Madrid

Aalborg 0 - 2 Kobenhavn

Athugasemdir
banner