Milos Milojevic hefur verið rekinn úr starfi hjá Al-Sharjah eftir fimm tapleiki í röð. Liðið er með 7 stig úr 7 deildarleikjum og 4 stig úr 4 leikjum í Meistaradeild Asíu. Þá er liðið dottið úr leik í báðum bikarkeppnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Milos var ráðinn í sumar á tveggja ára samningi og er látinn fara eftir aðeins fjóran og hálfan mánuð í starfi.
„Það voru forréttindi að hafa verið partur af svona stóru félagi. Þó að hlutirnir hafi ekki gengið eins og við vildum þá er hef ég bara góðar minningar héðan," skrifaði Milos á samfélagsmiðla eftir brottreksturinn.
„Ég vil þakka leikmönnum, starfsteymi, stjórnendum og stuðningsmönnum Sharjah FC fyrir tíma okkar saman og ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni."
Al-Sharjah endaði í öðru sæti deildarinnar á siðustu leiktíð, með 51 stig úr 26 leikjum.
Adel Taarabt, Igor Coronado og Rey Manaj eru meðal leikmanna liðsins.
Milos er öflugur þjálfari sem hóf þjálfaraferilinn á Íslandi og hafði gert flotta hluti við stjórnvölinn hjá Mjällby, Hammarby, Malmö, Rauðu stjörnunni og Al-Wasl áður en hann var ráðinn til Al-Sharjah.
Athugasemdir


