Thomas Tuchel, þjálfari Englendinga, segir að Jude Bellingham þurfi að sætta sig við þær ákvarðanir sem þjálfarinn tekur og breyta viðhorfi sínu.
Bellingham var tekinn af velli í 2-0 sigri Englendinga á Albaníu í kvöld, en það sást bersýnilega að hann hafi verið óhress með skiptinguna.
Samband Tuchel og Bellingham hefur verið mjög sérstakt síðan Þjóðverjinn tók við liðinu en hann var ekki valinn í hópinn í síðasta mánuði og er alls ekki öruggur með sæti í liðinu.
Hann var spurður út í viðbrögð Englendingsins í leiknum í kvöld og bað um breytingu á núverandi viðhorfi.
„Ég sá að Jude Bellingham var ekki ánægður þegar hann kom af velli. Ég vil ekki gera meira úr þessu, en ég stend viið það sem ég segi. Hegðun skiptir öllu máli og virðing í garð þeirra liðsfélaga sem koma inn á.“
„Ákvarðanir eru teknar og sem leikmaður þarftu að sætta þig við þær,“ sagði Tuchel.
Athugasemdir


