Það er ljóst að Arnar Gunnlaugsson mun gera nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Aserbaísjan á fimmtudag.
Ísland spilar úrslitaleik við Úkraínu í Varsjá í dag, ljóst er að sigurliðið fer í umspilið um sæti á HM. Ísland er með betri markatölu í riðlinum og nægir jafntefli í leiknum.
Ísland spilar úrslitaleik við Úkraínu í Varsjá í dag, ljóst er að sigurliðið fer í umspilið um sæti á HM. Ísland er með betri markatölu í riðlinum og nægir jafntefli í leiknum.
Lestu um leikinn: Úkraína 2 - 0 Ísland
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verða þrjár breytingar á liðinu.
„Það verða breytingar. Fleiri en ein og fleiri en tvær," sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi í gær.
Slúðrað hefur verið um að þeir Brynjólfur Andersen Willumsson og Jón Dagur Þorsteinsson komi inn í byrjunarliðið fyrir þá Kristian Nökkva Hlynsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Ef Brynjólfur byrjar verður þetta hans fimmti leikur í undankeppninni en hann hefur fjórum sinnum komið inn á sem varamaður. Hann á að baki sex A-landsleiki og hefur byrjað tvo; vináttuleiki gegn Gvatemala og Hondúras. Ef hann byrjar má ætla að hann verði með Andra Lucasi Guðjohnsen fremst á vellinum og Albert Guðmundsson færi sig meira út á annan hvorn kantinn.
Þá gæti orðið ein breyting á varnarlínunni. Byrjunarliðið verður opinberað eftir rúmlega hálftíma.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 6 | 5 | 1 | 0 | 16 - 4 | +12 | 16 |
| 2. Úkraína | 6 | 3 | 1 | 2 | 10 - 11 | -1 | 10 |
| 3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 13 - 11 | +2 | 7 |
| 4. Aserbaísjan | 6 | 0 | 1 | 5 | 3 - 16 | -13 | 1 |
Athugasemdir


