PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   lau 15. nóvember 2025 15:28
Ívan Guðjón Baldursson
England: United tapaði Manchester-slagnum
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Man City 3 - 0 Man Utd
1-0 Rebecca Knaak ('26)
2-0 Khadija Shaw ('43)
3-0 Lauren Hemp ('45+2)

Manchester City og Manchester United áttust við í eina leik dagsins í Ofurdeild enska boltans og höfðu heimakonur í liði City betur.

Rebecca Knaak, Khadija Shaw og Lauren Hemp komust allar á blað í fyrri hálfleik og tókst hvorugu liði að bæta mörkum við eftir leikhlé, svo lokatölur urðu 3-0. City var sterkari aðilinn og hefði getað bætt mörkum við en tókst ekki.

City trónir á toppi deildarinnar eftir þennan sigur, með 24 stig eftir 9 umferðir. Stórveldið er fjórum stigum fyrir ofan Chelsea í titilbaráttunni, en þær bláklæddu eiga leik til góða.

United er áfram í þriðja sæti en getur misst það til Arsenal, sem er tveimur stigum á eftir, á morgun.

Það er mikil spenna í toppbaráttunni þar sem Arsenal heimsækir Tottenham á morgun í nágrannaslag en liðin eru jöfn með 15 stig.
Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Manchester City W 9 8 0 1 23 9 +14 24
2 Chelsea W 9 6 3 0 16 5 +11 21
3 Arsenal W 10 5 4 1 20 9 +11 19
4 Man Utd W 9 5 2 2 19 9 +10 17
5 Tottenham W 9 5 1 3 11 12 -1 16
6 London City Lionesses W 9 5 0 4 14 19 -5 15
7 Brighton W 9 3 2 4 13 10 +3 11
8 Aston Villa W 8 2 4 2 9 10 -1 10
9 Leicester City W 9 1 3 5 6 17 -11 6
10 Everton W 9 1 2 6 12 19 -7 5
11 West Ham W 9 1 1 7 6 20 -14 4
12 Liverpool W 9 0 2 7 6 16 -10 2
Athugasemdir