Harry Kane skoraði bæði mörk Englendinga sem unnu 2-0 sigur á Albaníu í lokaleiknum í K-riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld en Englendingar kláruðu riðilinn með fullt hús stiga.
Kane skoraði bæði mörk sín á síðustu tuttugu mínútunum. Hann gerði fyrra mark sitt á 74. mínútu og seinna markið átta mínútum síðar.
England tók toppsæti riðilsins með 24 stig af 24 mögulegum. Albanía tók umspilssætið, en Serbía, sem vann Lettland 2-1, hafnaði í 3. sæti með 13 stig.
Frakkar, sem voru með Íslandi í riðli, unnu Aserbaídsjan 3-1 þar sem Jean Philippe Mateta og hinn ungi og efnilegi Maghnes Akliouche skoruðu mörkin, en þriðja markið var sjálfsmark hjá Aserum.
Toppsætið er Frakka sem unnu riðilinn með 16 stig, sex stigum meira en Úkraína sem fer í umspil eftir 2-0 sigur á Íslandi.
Albanía 0 - 2 England
0-1 Harry Kane ('74 )
0-2 Harry Kane ('82 )
Serbía 2 - 1 Lettland
0-1 Vladislavs Gutkovskis ('12 )
1-1 Aleksandar Katai ('49 )
2-1 Aleksandar Stankovic ('60 )
Aserbaídsjan 1 - 3 Frakkland
1-0 Renat Dadashov ('4 )
1-1 Jean-Philippe Mateta ('17 )
1-2 Maghnes Akliouche ('30 )
1-3 Shahrudin Mahammadaliyev ('45 , sjálfsmark)
Athugasemdir



