Ísland tapaði 2-0 fyrir Úkraínu í lokaleiknum í undankeppni HM og missti þar af leiðandi af umspilssæti. Strákarnir okkar verða ekki með á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Lestu um leikinn: Úkraína 2 - 0 Ísland
„Við vorum komnir í úrslitaleik og klúðruðum því. Það er ekki til verri tilfinning," sagði Hákon Arnar Haraldsson eftir leikinn.
„Við náðum að loka vel á þá en svo skora þeir úr horni. Svo reynum við allt til þess að skora en þeir náðu öðru marki og þá var þetta bara búið. Við hefðum þurft að halda betur í boltann og stíga aðeins meira á þá. Við vorum komnir langt niður."
Hvað er maður lengi að jafna sig eftir svona úrslit?
„Það tekur alveg tíma. Ég á leik eftir viku, segjum bara þrjá daga. Lífið heldur áfram og maður verður að halda áfram að standa sig með sínu félagsliði. En þetta mun taka tíma."
Hægt er að horfa á viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























