Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 13:22
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Úrslitaleikur fyrir Heimi - Portúgalir gera fimm breytingar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveir fyrstu leikir dagsins í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM hefjast klukkan 14:00 þegar þjóðirnar í F-riðli mætast í lokaumferðinni.

Þar er mikil spenna þar sem Portúgal, Ungverjaland og Írland eiga öll stærðfræðilega möguleika á toppsæti riðilsins.

Portúgal tekur á móti Armeníu og getur tryggt sér sæti á lokamóti HM með sigri. Jafntefli verður mjög líklega nóg til þess að tryggja Portúgal áfram, nema að Ungverjar vinni stórt gegn Írum.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar eru í harðri baráttu við Ungverjaland um annað sætið og mætast liðin í úrslitaleik í dag.

Ungverjar eru einu stigi fyrir ofan og þeim nægir því jafntefli á heimavelli, á meðan Írar þurfa á sigri að halda.

Heimir gerir eina breytingu frá óvæntum sigri gegn Portúgal á dögunum, þar sem Jayson Molumby kemur inn á miðjuna fyrir Jack Taylor sem sest á bekkinn.

Marco Rossi landsliðsþjálfari Ungverja gerir tvær breytingar frá naumum sigri í Armeníu í síðustu umferð. Liverpool-mennirnir Milos Kerkez og Dominik Szoboszlai eru á sínum stað í byrjunarliðinu.

Roberto Martínez þjálfari Portúgala er ekki sáttur eftir tap gegn Írum í síðustu umferð og gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu. Nelson Semedo, Renato Veiga, Bruno Fernandes, Goncalo Ramos og Rafael Leao koma inn í liðið.

Ungverjaland: Dibusz, Nego, Orban, Szalai, Kerkez, Szoboszlai, Schafer, Toth, Lukacs, Varga, Sallai

Írland: Kelleher, O'Brien, Collins, O'Shea, Coleman, Scales, Cullen, Molumby, Ogbene, Azaz, Parrott

Portúgal: D.Costa, Semedo, Veiga, Dias, Cancelo, J.Neves, B.Silva, Vitinha, Fernandes, Ramos, Leao

Armenía: Avagyan, Piloyan, Muradyan, Mkrtchyan, Tiknizyan, Aghasaryan, Muradyan, Spertsyan, Hovhannisyan, Ranos, Serobyan
Athugasemdir
banner
banner