Úkraínska landsliðið þarf að hafa fimm hluti sérstaklega á hreinu til þess að hafa betur gegn Íslandi í úrslitaleiknum um umspilssæti í D-riðlinum í dag en það segir Tribuna einn stærsti miðillinn í landinu.
Miðillinn ákvað að rýna aðeins í fyrri leikinn á Íslandi sem Úkraína vann með fimm mörkum gegn þremur.
Þannig fann það margt í leik Íslands sem Úkraína þarf að stöðva til þess að komast í umspilið.
Dekka Hákon Arnar og Ísak Bergmann
Spilið fer mikið í gegnum vinina Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Báðir eru góðir á boltann, með frábærar sendingar, yfirsýn og hlaupagetu.
Ef Úkraínu tekst að stöðva sendingarleiðir til þeirra þá mun Ísland vera í vandræðum, en ef úkraínska liðið gerir það ekki mun Ísland ná að stjórna leiknum.
Verkið er 80% klárt ef Albert er tekinn úr leik
Albert Guðmundsson er að mati miðilsins hættulegasta vopn Íslands.
Í fyrri leiknum var Úkraína meira að vernda svæðin en að fara í maður á mann og naut íslenska liðið góðs af því í stórum hluta leiksins.
Albert hefur reynst Úkraínu óþægur ljár í þúfu í síðustu leikjum með þrjú mörk í tveimur leikjum.
Ekki vera sáttir við eins marks forystu
Ef Úkraínska liðið skorar þá má það ekki detta í vörn og reyna að vernda forskotið. Úkraína hefur sýnt það að það getur ekki lagt rútunni og þolað pressu í of langan tíma.
Þannig ef Úkraína skorar snemma þá má það ekki leggjast aftur, en það er hins vegar annað mál ef hálftíma eða minna er eftir af leiknum.
Meiðsli Sudakov gætu reynst Úkraínu vel
Georgyi Sudakov er lang mikilvægasti leikmaður Úkraínu, en það gæti þó komið sér vel að hann sé meiddur enda koma leikmenn inn sem gefa liðinu það sem þarf gegn Íslandi.
Þá er helst verið að meina 1 á 1 stöður þar sem hægt er að fá hreinræktaða leikmenn á vængina. Fyrri leikurinn sýndi muninn á því að spila með hreinræktaðan leikmann á vængnum og leikmanni sem kann betur við sig í annarri stöðu.
Það má finna glufur í varnarleik Íslands eins og Vitalyi Mykolenko sýndi í fyrsta markinu eða hvernig Voloshyn tók á móti sendingum í svæðunum eða áhættuna sem Malinovskyi var að taka.
Hefði Sudakov spilað gegn Íslandi í dag þá hefði Rebrov líklega notað hann á kantinum sem er ekki hans náttúrlega staða og gæti það riðlað leik þeirra all svakalega.
Á að reyna langskotin aftur?
Við höfum talað um þetta fyrir hvern einasta leik síðan við unnum Ísland 5-3, en af hverju ekki að endurtaka söguna? Ef Malinovskyi byrjar og þeir verða áfram með markvörðinn sem var í basli í fyrri leiknum þá af hverju ekki?
Athugasemdir




