Finnland 0 - 1 Malta
0-1 Jake Grech ('82 )
0-1 Jake Grech ('82 )
Finnland tók á móti Möltu í fyrsta leik dagsins í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM sem fer fram á næsta ári.
Finnar þurftu á stórsigri að halda til að eiga einhverja möguleika á að taka annað sæti riðilsins en þeim tókst ekki að skora gegn Möltu þrátt fyrir mikla yfirburði.
Heimamenn fengu góð færi en nýttu þau ekki og refsuðu gestirnir með sigurmarki á lokakaflanum. Jake Grech skoraði úr einu marktilraun gestanna sem rataði á rammann í leiknum.
Lokatölur 0-1 og er Malta með fimm stig þegar ein umferð er eftir. Þetta er eini sigur liðsins í keppninni hingað til.
Þetta var aftur á móti síðasti leikur Finna í undankeppninni og ljúka Skandinavarnir keppni með tíu stig eftir átta umferðir. Þeir eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Norður-Ameríku.
Holland og Pólland eru að berjast um toppsæti riðilsins og eru Hollendingar með góða forystu í því einvígi.
G-riðill
1. Holland 6 leikir 16 stig +19
2. Pólland 6 leikir 13 stig +6
3. Finnland 8 leikir 10 stig -6
4. Malta 7 leikir 5 stig -14
5. Litháen 7 leikir 3 stig -5
Athugasemdir


