Spánarmeistarar Barcelona unnu 4-0 stórsigur á Real Madrid í El Clásico í Liga F deildinni í dag.
Barcelona var stálheppið að lenda ekki undir snemma leiks er Linda Caicedo og Naomie Feller tengdu saman en skotið í stöngina áður en Börsungar björguðu á línu.
Heimakonur tóku yfirhöndina eftir það. Claudia Pina fann Ewu Pajor í miðjum teignum sem kom Barcelona yfir og eftir hálftíma bætti Pajor við öðru af stuttu færi er hún hirti frákast um það bil meter frá markinu.
Tíu mínútum fyrir leikslok gátu Madrídingar komið sér aftur inn í leikinn er vítaspyrna var dæmd. Caroline Weir fór á punktinn, en Cata Coll sá við henni með laglegri vörslu.
Allur vindur fór úr Madrídingum eftir það og skoruðu Börsungar tvö til viðbótar. Sydney Schertenleib skoraði með frábæru skoti úr teignum áður en Aitana Bonmatí rak síðasta naglann í kistu Madrídinga í uppbótartíma með skoti af stuttu færi.
Barcelona er á toppnum í deildinni með 30 stig eftir ellefu leiki en Madrídarliðið í öðru sæti með 23 stig.
Athugasemdir



