'Úkraína er langt fyrir ofan okkar á heimslistanum. Við þurfum að þroskast frá fyrri leiknum og sýna að við eigum skilið að komast á HM'
Ísland mætir Úkraínu í Varsjá klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Um úrslitaleik er að ræða, sigurliðið fer í umspil um sæti á HM í Bandaríkjunum.
Íslandi nægir jafntefli í leiknum, staða sem landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson upplifði sem þjálfari Víkings tímabilið 2024. Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.
Íslandi nægir jafntefli í leiknum, staða sem landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson upplifði sem þjálfari Víkings tímabilið 2024. Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.
Lestu um leikinn: Úkraína 0 - 0 Ísland
„Það er góð spurning hvort þetta sé forskot fyrir okkur, það fer eftir skilaboðunum sem leikmenn fá fyrir leikinn. Þetta er mjög hættuleg staða ef skilaboðin eru sú að við ætlum að sitja aftarlega í 90 mínútur, ég held það sé ómögulegt, Úkraína er með of mikil gæði og gæti auðveldlega unnið svoleiðis leik."
„Við þurfum að vera með leiðir til að skora, við erum markahæsta liðið í riðlinum ásamt Frökkum, höfum skorað 13 mörk. Það sýnir að við getum skorað á öllum völlum og á móti öllum liðum. Við þurfum að nýta okkar styrkleika en megum ekki vera barnalegir, við ætlum að verja jafnteflið en löngunin er að vinna," sagði Arnar.
Á fundinum talaði hann um að geta nýtt reynslu sína sem leikmaður og þjálfari til að hjálpa til við að stilla spennustig leikmanna fyrir leikinn. Arnar var í þeirri stöðu fyrir rúmu ári síðan að nægja jafntefli í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en Breiðablik vann þann leik örugglega.
„Ég reyndar kenni Sölva um þann leik, ég var ekki þjálfari í þeim leik," sagði Arnar og hló. Hann tók út leikbann í þeim leik og Sölvi Geir Ottesen, þá aðstoðarþjálfari Víkings, stýrði liðinu.
„Við fórum í fullt af úrslitaleikjum með Víkingi. Við þurfum jafntefli á móti LASK í Sambandsdeildinni og við náðum því. Stundum taparðu leikjum og stundum vinnurðu leiki."
„Við stilltum upp leiknum á móti Breiðabliki þannig að við við vildum stórkostlegan leik, spila sóknarleik, mögulega var það of djarft. Leikmyndin verður kannski meira eins og gegn Frökkum á morgun."
„Svo fer þetta eftir styrkleika liðanna, hversu lengi þeir ná að halda okkur niðri í lágvörninni. Okkar DNA er að reyna stíga upp og pressa en við megum ekki vera barnalegir, eins og í heimaleiknum, okkur leið eins og við þyrftum ekki að spila sterka lágvörn af því við vorum mikið með boltann og mikið í pressu."
„Úkraína er langt fyrir ofan okkar á heimslistanum. Við þurfum að þroskast frá fyrri leiknum og sýna að við eigum skilið að komast á HM," sagði Arnar.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 5 | 4 | 1 | 0 | 13 - 3 | +10 | 13 |
| 2. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 13 - 9 | +4 | 7 |
| 3. Úkraína | 5 | 2 | 1 | 2 | 8 - 11 | -3 | 7 |
| 4. Aserbaísjan | 5 | 0 | 1 | 4 | 2 - 13 | -11 | 1 |
Athugasemdir


