Það var nóg um að vera í forkeppni fyrir EM U21 árs landsliða í dag og í kvöld þar sem Sviss og Frakkland, sem eru í íslenska riðlinum, skildu jöfn.
Þetta eru góðar fréttir fyrir Strákana okkar sem byrjuðu undankeppnina á mjög slæmum úrslitum en hafa verið að bæta upp fyrir slaka byrjun í síðustu leikjum.
Strákarnir eru með 8 stig eftir 5 umferðir og með jafntefli kvöldsins hægðist bæði á Sviss og Frakklandi sem eru sterkustu þjóðir riðilsins.
Eli Junior Kroupi, leikmaður Bournemouth, skoraði mark Frakka í jafnteflinu í kvöld. Tottenham-mennirnir Mathys Tel og Wilson Odobert voru í byrjunarliði Frakka ásamt úrvalsdeildarleikmönnunum Leny Yoro og Lesley Ugochukwu.
Sviss er með 8 stig eftir 4 umferðir og eiga Frakkar núna 7 stig eftir 3 umferðir.
England mætti einnig til leiks í kvöld þar sem Divin Mubama klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði svo af vítapunktinum í seinni hálfleik. Tyrique George komst einnig á blað og voru menn á borð við Rico Lewis, Jobe Bellingham og Ethan Nwaneri í byrjunarliðinu.
England vann að lokum 2-0 gegn Írlandi og eru ljónin ungu með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, án þess að fá mark á sig.
Bæjararnir ungu Tom Bischof og Lennart Karl skoruðu þá samanlagt fimm mörk í stórsigri Þýskalands gegn Möltu á meðan Ítalía tapaði óvænt í Póllandi.
Marc Guiu, framherji Chelsea, skoraði einnig eitt mark ásamt hinum bráðefnilega Iker Bravo í stórsigri Spánverja.
Marius Broholm, samherji Hákons Arnars Haraldssonar í Lille, setti að lokum tvennu í þægilegum sigri Norðmanna gegn Ísrael.
Sviss 1 - 1 Frakkland
1-0 Alessandro Vogt ('38)
1-1 Junior Kroupi ('66)
England 2 - 0 Írland
0-0 Divin Mubama, misnotað víti ('23)
1-0 Divin Mubama ('60, víti)
2-0 Tyrique George ('91)
Pólland 2 - 1 Ítalía
0-1 Niccolo Pisilli ('61)
1-1 Wiktor Bogacz ('83)
2-1 Maciej Kuziemka ('86)
Þýskaland 6 - 0 Malta
1-0 Tom Bischof ('9)
2-0 Lennart Karl ('37)
3-0 Tom Bischof ('63)
4-0 Tom Bischof ('65)
5-0 Lennart Karl ('67)
6-0 Muhammed Damar ('86)
Ísrael 0 - 3 Noregur
0-1 Marius Broholm ('12, víti)
0-2 Sindre Egeli ('46)
0-3 Marius Broholm ('63, víti)
Spánn 7 - 0 San Marínó
1-0 Jan Virgili ('19)
2-0 Miguel Carvalho ('45+1)
3-0 Jan Virgili ('52)
4-0 Iker Bravo ('68)
5-0 Marc Guiu ('77)
6-0 Jesus Rodriguez ('79)
7-0 Pablo Garcia ('87)
Holland 2 - 0 Slóvenía
1-0 Gjivai Zechiel ('61)
2-0 Ernest Poku ('77)
Rautt spjald: Tom de Graaff, Holland ('52)
Tyrkland 1 - 0 Úkraína
1-0 Emirhan Ilkhan ('73)
Austurríki 1 - 0 Belgía
1-0 Erik Kojzek ('83)
Athugasemdir




