Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   mán 17. nóvember 2025 12:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrannar Snær með tilboð frá norsku úrvalsdeildarfélagi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Snær Magnússon er með samningstilboð á borðinu frá norska félaginu Kristiansund. Þetta kom fram í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

Hrannar Snær er gríðarlega eftirsóttur af félögum í Bestu deildinni eftir frábært tímabil með Aftureldingu sem var hans fyrsta í efstu deild á ferlinum.

Í þættinum kom einnig fram að hann hefði kannað aðstæður hjá skoska félaginu Livingston á dögunum.

Hrannar Snær er 24 ára Ólafsfirðingur sem leikið hefur með KF, Selfossi og Aftureldingu á sínum meistaraflokksferli. Hann er samningsbundinn Aftureldingu en er með ákvæði um að geta farið frá félaginu. Hann skoraði tólf mörk og lagði upp tvö í 26 leikjum á tímabilinu.

Kristiansund er í 13. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur í Varsjá og Heimir gegn Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner