Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   lau 18. janúar 2020 14:28
Ívan Guðjón Baldursson
England: Deeney klúðraði víti í markalausu jafntefli
Watford 0 - 0 Tottenham
0-0 Troy Deeney, misnotað víti ('70)

Watford tók á móti Tottenham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og reyndist leikurinn nokkuð bragðdaufur.

Bæði lið áttu nokkuð mikið af marktilraunum en þær voru flestar arfaslakar og rötuðu aðeins 6 skot af 30 á markrammann. Bæði lið komust í fínustu færi en nýtingin var skelfileg.

Besta færi leiksins fékk Troy Deeney á 70. mínútu þegar hann lét Paulo Gazzaniga verja vítaspyrnu frá sér.

Tottenham tókst næstum að stela sigrinum í uppbótartíma þegar Erik Lamela náði að setja fót í knöttinn og beina honum í átt að netinu. Ignacio Pussetto, sem er nýkominn til félagsins, tókst þó að bjarga á marklínunni. Boltinn var millimetrum frá því að vera allur kominn yfir línuna, en lokatölur urðu 0-0.

Nigel Pearson hefur farið feykilega vel af stað með Watford og er liðið tveimur stigum frá fallsvæðinu sem stendur.

Jose Mourinho er hins vegar ekki að gera nógu góða hluti hjá Tottenham, sem er þremur stigum frá Evrópusæti og hefur ekki unnið neinn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Eftir skamma stund fara sex aðrir úrvalsdeildarleikir af stað. Arsenal, Manchester City og Everton mæta þar öll til leiks.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner