Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. janúar 2021 15:00
Enski boltinn
„Bruno Fernandes var slakasti maður vallarins í gær"
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
„Það verður að tala um fílinn í herberginu. Bruno Fernandes er dýrkaður og dáður en hann verður að fara að stíga upp í stóru leikjunum. Hann sést ekki í stóru leikjunum og hann var slakasti maður vallarins í gær," sagði Rikki G í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Bruno Fernandes hefur átt frábæra leiki á þessu tímabili með Manchester United en hann átti ekki góðan leik í markalausu jafntefli gegn Liverpool í gær.

„Hann var lélegur. Hann var mjög slakur í þessum leik í gær. Bruno virðist týnast í stóru leikjunum," sagði Rikki.

„Hann tekur of margar snertingar, fer að missa boltann, koma með slakar sendingar. Pogba var klassa ofar en hann í gær og ég skil vel að Bruno hafi verið tekið út af frekar en hann. Ég kalla eftir því að Bruno stígi upp í svona leikjum."

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.

Sjá einnig:
Dapur dagur hjá Bruno Fernandes
Enski boltinn - Liverpool getur ekki skorað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner