Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 14:36
Brynjar Ingi Erluson
England: Stórkostlegur Kluivert batt enda á sigurgöngu Newcastle
Justin Kluivert skoraði þrennu og lagði upp fjórða markið í sigri Bournemouth
Justin Kluivert skoraði þrennu og lagði upp fjórða markið í sigri Bournemouth
Mynd: Getty Images
Newcastle tapaði fyrsta leik sínum á árinu
Newcastle tapaði fyrsta leik sínum á árinu
Mynd: Getty Images
Newcastle 1 - 4 Bournemouth
0-1 Justin Kluivert ('6 )
1-1 Bruno Guimaraes ('25 )
1-2 Justin Kluivert ('44 )
1-3 Justin Kluivert ('90 )
1-4 Milos Kerkez ('90 )

Newcastle United tapaði sínum fyrsta leik síðan í byrjun desember er liðið laut í lægra haldi fyrir Bournemouth, 4-1, á St. James' Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hollenski sóknarmaðurinn Justin Kluivert átti stórleik fyrir gestina.

Lærisveinar Eddie Howe voru komnir á þvílíkt flug en þeir höfðu unnið níu leiki í röð í öllum keppnum.

Liðið flaug upp töfluna og voru flestir á því að tíundi sigurinn kæmi í dag. Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, gerði hins vegar eina gríðarlega mikilvæga breytingu er hann setti Justin Kluivert inn í liðið en sá reyndist hetja Bournemouth.

Hollendingurinn skoraði á 6. mínútu eftir ótrúlega skemmtilega sókn Bournemouth. Leikmenn spiluðu stutt sín á milli áður en boltinn kom inn í teiginn á Antoine Semenyo sem lagði hann út í teiginn á Kluivert og tókst sóknarmanninum að klína boltann neðst í hægra hornið.

Gestirnir komnir yfir en sú forysta entist aðeins í tæpar tuttugu mínútur. Bruno Guimaraes jafnaði metin með öflugum skalla eftir hornspyrnu Lewis Hall. Kepa Arrizabalaga, markvörður Bournemouth, átti líklega að gera betur í markinu.

Þegar lítið var eftir af hálfleiknum skoraði Kluivert annað mark sitt. Dan Burn átti hættulega sendingu á Guimaraes sem var kominn undir pressu. Dango Outtara vann boltann af honum, lagði hann inn á teiginn á Kluivert sem skoraði með góðu skoti í vinstra hornið.

Í síðari hálfleiknum tókst Outtara að setja boltann í netið um það bil hálftíma fyrir leikslok en það mark var dæmt af þar sem boltinn hafði farið af velli í aðdragandanum og því dæmt af.

Bournemouth tókst endanlega að innsigla sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartíma. Kluivert fullkomnaði þrennu sína með hörkuskoti fyrir utan teig. Önnur þrennan sem hann skorar á tímabilinu og þá gerði ungverski bakvörðurinn Milos Kerkez fjórða markið eftir stoðsendingu frá Kluivert.

Frábær 4-1 sigur Bournemouth staðreynd. Sigurganga Newcastle er á enda en liðið er í 4. sæti með 38 stig á meðan Bournemouth er komið upp í 6. sæti með 37 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner