Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. febrúar 2023 14:36
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Aron Jó sá rautt í sigri Vals á ÍA
Aron fékk rautt en Valur vann.
Aron fékk rautt en Valur vann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍA 0-2 Valur
0-1 Sigurður Egill Lárusson ('28)
0-2 Kristinn Freyr Sigurðsson - Víti ('90)
Rautt spjald: Aron Jóhannsson ('71)


Einum leik er lokið í A-deild karla í riðli 1 í Lengjubikarnum en þar áttust við ÍA og Valur í Akraneshöllinni.

ÍA vann 4-3 sigur á Vestra í fyrstu umferð á meðan Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn engu.

Valsmenn komust yfir á 28. mínútu í dag þegar Sigurður Egill Lárusson skoraði og var staðan 0-1 þegar flautað var til leikhlés.

Aron Jóhannsson var aftur mættur í lið Vals í dag en hann hafði verið að glíma við veikindi. Hann fékk sitt annað gula spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og því kláruðu Valsmenn leikinn með tíu leikmönnum.

Það kom ekki að sök en í uppbótartíma skoraði Kristinn Freyr Sigurðsson úr vítaspyrnu og kláraði dæmið fyrir Val sem er nú á toppnum með sex stig eftir tvo leiki.

Byrjunarliðin og leikskýrsluna úr leiknum má sjá hérna.

Núna er í gangi leikur KR og HK í sama riðli.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner