Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
   sun 18. febrúar 2024 10:10
Brynjar Ingi Erluson
Rashford á lista hjá PSG - Einn efnilegasti leikmaður Frakklands til Man Utd?
Powerade
Rashford á leið til PSG?
Rashford á leið til PSG?
Mynd: EPA
Man Utd vill fá Mathys Tel
Man Utd vill fá Mathys Tel
Mynd: EPA
Real Madrid er búið að taka frá 'tíuna' fyrir Real Madrid
Real Madrid er búið að taka frá 'tíuna' fyrir Real Madrid
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum fína sunnudegi en Manchester United og Paris Saint-Germain koma mikið við sögu í pakkanum.

Marcus Rashford (26), sóknarmaður Manchester United, er á lista hjá franska félaginu Paris Saint-Germain. Franska félagið vill fá hann til að taka við keflinu af Kylian Mbappe, sem mun yfirgefa PSG í sumar. (Times)

Real Madrid er búið að taka frá 'tíuna' fyrir Kylian Mbappe ef hann ákveður að ganga í raðir félagsins í sumar. (Mundo Deportivo)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur tjáð leikmönnum félagsins að Mbappe sé á leið til félagsins eftir tímabilið. (Footmercato)

AC Milan mun íhuga 100 milljóna evra tilboð í portúgalska sóknarmanninn Rafael Leao (24), en hann hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain síðustu daga. (Gazzetta dello Sport)

Manchester City vonast til þess að félagaskipti Mbappe til Real Madrid geri þeim auðveldara fyrir í að sannfæra Erling Braut Haaland (23) um að framlengja samning sinn til 2029. (Mirror)

Chelsea er reiðubúið að virkja 111 milljóna punda klásúlu í samningi Victor Osimhen (25), leikmanns Napoli. (Rudy Galetti)

Manchester United hefur áhuga á Mathys Tel (18), leikmanni Bayern München. (Sky Sports)

Newcastle og Aston Villa eru að leiða kapphlaupið um Emile Smith Rowe (23), leikmann Arsenal. (Football Insider)

Ef Dan Ashworth, yfirmaður íþróttamála hjá Newcastle, ákveður að skipta yfir til Manchester United þá mun hann reyna að fá Kyle Macaulay, yfirmann greiningardeildar Chelsea, með sér á Old Trafford. (Sun)

Arsenal sendi njósnara á leik Red Bull Salzburg í gær til að fylgjast með ísraelska miðjumanninum Oscar Gloukh. Arsenal vonast til að landa þessum 19 ára leikmanni í sumar. (Football Transfers)

Oliver Glasner mun stýra sinni fyrstu æfingu með Crystal Palace á þriðjudag, rétt eftir að hann verður kynntur sem nýr stjóri félagsins. (Fabrizio Romano)

Bayer Leverkusen hefur verið að fylgjast með Teden Mengi (21), varnarmanni Luton Town. (Mirror)

Galatasaray er að íhuga að bjóða í Altay Bayindir (25), markvörð Manchester United, sem hefur aðeins spilað einn leik síðan hann kom til félagsins frá Fenerbahce síðasta sumar. (A Spor)

West Ham telur sig nokkuð öruggt með að geta haldið í Tim Steidten, tæknilegan stjórnanda félagsins, þrátt fyrir áhuga Liverpool. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner