Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. mars 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Cowley tekur við Portsmouth (Staðfest)
Danny Cowley hefur verið ráðinn stjóri Portsmouth í ensku C-deildinni.

Cowley tekur við liðinu af Kenny Jackett sem var rekinn um helgina eftir tæplega fjögur ár í starfi.

Hinn 43 ára gamli Cowley hefur áður starfað sem stjóri hjá Huddersfield og Lincoln.

Portsmouth er í 10. sæti í ensku C-deildinni en einungis þrjú stig eru upp í umspilssæti.
Athugasemdir
banner