Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik og Stjarnan í undanúrslit
Jasmín Erla skoraði í sigri Stjörnunnar
Jasmín Erla skoraði í sigri Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hrefna Morthens
Breiðablik og Stjarnan eru komin í undanúrslit í A-deild Lengjubikarsins en þetta varð ljóst eftir að Stjarnan vann ÍBV, 3-1, í dag.

ÍBV þurfti á stigum að halda í dag til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit og leit það vel út eftir 11 mínútur er Olga Sevcova kom Eyjakonum í forystu.

Sú forysta entist ekki lengi því sex mínútum síðar jafnaði Jasmín Erla Ingadóttir. Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Dís Arnþórsdóttir skoruðu tvö mörk til viðbótar og náðu í sigur fyrir Stjörnuna sem er í efsta sæti riðils 2 með 13 stig.

Breiðablik er í öðru sæti með 10 stig, fjórum stigum á undan ÍBV, en Eyjakonur hafa spilað alla sína leiki. Breiðablik á möguleika á að taka toppsætið á morgun þegar liðið mætir Keflavík, en liðið þarf að vinna með að minnsta kosti sex mörkum til að komast á toppinn.

Í sama riðli vann Tindastóll 2-0 sigur á Aftureldingu. Alexandra Austmann Emilsdóttir skoraði sjálfsmark á 65. mínútu og þá gulltryggði Aldís María Jóhannsdóttir sigur Tindastóls þegar átta mínútur voru eftir. Tindastóll er með 6 stig en Afturelding á botninum og án stiga.

ÍH vann fyrsta leik sinn í C-deildinni er liðið marði Sindra, 4-3, í riðli 2. Hildur Katrín Snorradóttir skoraði tvö fyrir ÍH sem er með þrjú stig eftir tvo leiki en Sindri er án stiga í botnsætinu.

Úrslit og markaskorarar:

Tindastóll 2 - 0 Afturelding
1-0 Alexandra Austmann Emilsdóttir ('65 , Sjálfsmark)
2-0 Aldís María Jóhannsdóttir ('82 )

Stjarnan 3 - 1 ÍBV
0-1 Olga Sevcova ('11 )
1-1 Jasmín Erla Ingadóttir ('17 )
2-1 Sædís Rún Heiðarsdóttir ('49 )
3-1 Arna Dís Arnþórsdóttir ('87 )

C-deild:

ÍH 4 - 3 Sindri
1-0 Hildur Katrín Snorradóttir ('5 )
2-0 Hrönn Haraldsdóttir ('21 )
2-1 Kristín Magdalena Barboza ('26 )
2-2 Arna Ósk Arnarsdóttir ('29 )
3-2 Hildur Katrín Snorradóttir ('63 )
4-2 Thelma Karen Pálmadóttir ('78 )
4-3 Arna Ósk Arnarsdóttir ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner